Tólf þúsund börn myrt eða alvarlega særð í átökum á síðasta ári Heimsljós kynnir 31. júlí 2019 11:30 UNICEF/Ashley Gilbertson Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári. Árleg skýrsla aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir. Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári. Árleg skýrsla aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir. Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent