Önnur umferð kappræðna Demókrata hefst í kvöld Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 22:24 Unnið að því að gera allt klárt fyrir kvöldið. AP/Paul Sancya Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Sjá meira
Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Sjá meira