Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 18:20 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33