Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2019 12:00 Stefán Einar Stefánsson hefur fylgst grannt með þróuninni á flugmarkaði á síðustu mánuðum. Þannig ritaði hann bók um sögu flugfélagsins WOW Air, við litla hrifningu stofnandans Skúla Mogensen. Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu og höfundur bókar um ris og fall WOW air, segist hafa litla trú á því að nýtt, íslenskt lággjaldaflugfélag muni líta dagsins ljós innan tíðar. Tilraunir þess efnis, sem hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í sumar - í raun allt frá gjaldþroti WOW í lok marsmánaðar, eru að mati Stefáns „óburðugar.“ Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið 180 milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum.Sjá einnig: Segir fullyrðingar sínar um fall WOW air standa óhaggaðar Bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessum eignum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn annars slitastjóra búsins. Því hafði áður verið haldið fram í fjölmiðlum, eftir fullyrðingar í eyru blaðamanna, að búið væri að ganga frá kaupum Ballarin. Fyrsta fréttin á þeim nótum birtist um miðjan júlímánuð og byggði hún á samtali við annan skiptastjóra þrotabús WOW air. Fullyrðingarnar hristu upp í íslenskum flugiðnaði, sem meðal annars endurspeglaðist í skarpri lækkun hlutabréfaverðs hjá Icelandair.Farsakenndar vendingar Stefán Einar ræddi þessar vendingar í Bítinu í morgun, sem hann lýsir sem „farsakenndum.“ Það sé með öllu óljóst „hvernig þetta lendir,“ eins og Stefán kemst að orði. Heimildir hans hermi þó að Ballarin haldi opnum þeim möguleika að endurreisa WOW air á fyrri grunni.Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé þó útilokað að eignir þrotabúsins verði hlutaðar meira niður - sem ætla má að leggi stein í götu Ballarin. Til að mynda sé ekki loku fyrir það skotið að varahlutir og „lager tengdir þotunum og fleira“ verði selt á „á almennum markaði út um allan heim,“ eins og Þorsteinn orðaði það. Þessi ummæli eru þannig til marks um þær „misvísandi fullyrðingar“ sem Stefán Einar segir að hafi verið fleygt fram í umræðunni.Óburðug ásýnd Því sé þó ekki að neita að Ballarin hefur umtalsvert meiri fjárhagslega burði til þess að reka flugfélag heldur en Skúli Mogensen þegar hann stofnaði WOW air á sínum tíma. Hið sama verði ekki sagt um fyrrnefnda WAB-hópinn, og segir Stefán Einar að teikn séu á lofti um að hópurinn muni ekki hafa erindi sem erfiði. Það gefi ekki góð fyrirheit að hópurinn hafi falast eftir rúmlega 30 milljóna evra láni, rúmlega 4,1 milljarður króna, hjá íslenskum bönkunum. „Það gefur kannski ekki þá ásýnd að þetta sé nægilega burðugt til að geta átt farsæla framtíð,“ segir Stefán sem þó er ekki tilbúinn að fullyrða um það vegna þess að „heildarmynd“ WAB-hópsins hafi ekki komið fram.Sjá einnig: Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Aðspurður um það hvort hann geri ráð fyrir því að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós „innan skamms“ segist Stefán telja það ólíklegt. „Ég myndi ekki setja peningana mína undir það, þó að maður óski öllum þeim sem standa í svona velfarnaðar í þeim verkefnum. Mér finnst margt benda til þess að þetta sé óburðugt,“ segir Stefán Einar. Hann bætir við að í umræðunni um þessi mál sé rétt að taka tillit til nýrra útreikninga Hagstofunnar sem sýndu fram á að fargjöld til og frá landinu hafi aðeins hækkað um tæp 7 prósent á milli mánaða. Ef litið er til síðustu fimm ára þá hafa flugfargjöld hins vegar hækkað að meðaltali um 21 prósent í júlímánuði. Það hafi því verið ódýrara að fljúga í ár en í sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir að aðeins eins íslensks flugfélags hafi notið við í ár. Þetta er til marks um síharðnandi alþjóðlega samkeppni í flugi að sögn Stefáns. Samtal hans við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26. júlí 2019 12:15 Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. 29. júlí 2019 14:13 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskiptafrétta hjá Morgunblaðinu og höfundur bókar um ris og fall WOW air, segist hafa litla trú á því að nýtt, íslenskt lággjaldaflugfélag muni líta dagsins ljós innan tíðar. Tilraunir þess efnis, sem hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í sumar - í raun allt frá gjaldþroti WOW í lok marsmánaðar, eru að mati Stefáns „óburðugar.“ Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið 180 milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum.Sjá einnig: Segir fullyrðingar sínar um fall WOW air standa óhaggaðar Bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessum eignum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn annars slitastjóra búsins. Því hafði áður verið haldið fram í fjölmiðlum, eftir fullyrðingar í eyru blaðamanna, að búið væri að ganga frá kaupum Ballarin. Fyrsta fréttin á þeim nótum birtist um miðjan júlímánuð og byggði hún á samtali við annan skiptastjóra þrotabús WOW air. Fullyrðingarnar hristu upp í íslenskum flugiðnaði, sem meðal annars endurspeglaðist í skarpri lækkun hlutabréfaverðs hjá Icelandair.Farsakenndar vendingar Stefán Einar ræddi þessar vendingar í Bítinu í morgun, sem hann lýsir sem „farsakenndum.“ Það sé með öllu óljóst „hvernig þetta lendir,“ eins og Stefán kemst að orði. Heimildir hans hermi þó að Ballarin haldi opnum þeim möguleika að endurreisa WOW air á fyrri grunni.Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé þó útilokað að eignir þrotabúsins verði hlutaðar meira niður - sem ætla má að leggi stein í götu Ballarin. Til að mynda sé ekki loku fyrir það skotið að varahlutir og „lager tengdir þotunum og fleira“ verði selt á „á almennum markaði út um allan heim,“ eins og Þorsteinn orðaði það. Þessi ummæli eru þannig til marks um þær „misvísandi fullyrðingar“ sem Stefán Einar segir að hafi verið fleygt fram í umræðunni.Óburðug ásýnd Því sé þó ekki að neita að Ballarin hefur umtalsvert meiri fjárhagslega burði til þess að reka flugfélag heldur en Skúli Mogensen þegar hann stofnaði WOW air á sínum tíma. Hið sama verði ekki sagt um fyrrnefnda WAB-hópinn, og segir Stefán Einar að teikn séu á lofti um að hópurinn muni ekki hafa erindi sem erfiði. Það gefi ekki góð fyrirheit að hópurinn hafi falast eftir rúmlega 30 milljóna evra láni, rúmlega 4,1 milljarður króna, hjá íslenskum bönkunum. „Það gefur kannski ekki þá ásýnd að þetta sé nægilega burðugt til að geta átt farsæla framtíð,“ segir Stefán sem þó er ekki tilbúinn að fullyrða um það vegna þess að „heildarmynd“ WAB-hópsins hafi ekki komið fram.Sjá einnig: Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Aðspurður um það hvort hann geri ráð fyrir því að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós „innan skamms“ segist Stefán telja það ólíklegt. „Ég myndi ekki setja peningana mína undir það, þó að maður óski öllum þeim sem standa í svona velfarnaðar í þeim verkefnum. Mér finnst margt benda til þess að þetta sé óburðugt,“ segir Stefán Einar. Hann bætir við að í umræðunni um þessi mál sé rétt að taka tillit til nýrra útreikninga Hagstofunnar sem sýndu fram á að fargjöld til og frá landinu hafi aðeins hækkað um tæp 7 prósent á milli mánaða. Ef litið er til síðustu fimm ára þá hafa flugfargjöld hins vegar hækkað að meðaltali um 21 prósent í júlímánuði. Það hafi því verið ódýrara að fljúga í ár en í sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir að aðeins eins íslensks flugfélags hafi notið við í ár. Þetta er til marks um síharðnandi alþjóðlega samkeppni í flugi að sögn Stefáns. Samtal hans við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26. júlí 2019 12:15 Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. 29. júlí 2019 14:13 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50
Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26. júlí 2019 12:15
Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. 29. júlí 2019 14:13