Gueye gerir fjögurra ára samning við PSG en samkvæmt heimildum SkySports er kaupverðið 29 milljónir punda.
Everton borgaði 7 milljónir punda fyrir Gueye sumarið 2016 en hann kom þá til félagsins frá Aston Villa þar sem hann lék í eitt tímabil eftir að hafa komið frá franska úrvalsdeildarliðinu Lille.
Gueye er 29 ára gamall en hann lék 33 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem Everton hafnaði í 8.sæti.
Gueye er annar miðjumaðurinn sem kemur til PSG í sumar úr ensku úrvalsdeildinni því frönsku meistararnir klófestu einnig spænska miðjumanninn Ander Herrera en hann kom á frjálsri sölu eftir að hafa leikið með Manchester United undanfarin ár.
Here to shine!
#ICICESTPARISpic.twitter.com/WLhgzqCOUO
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 30, 2019
Þá hefur PSG einnig keypt franska varnarmanninn Abdou Diallo frá Dortmund og spænska miðjumanninn Pablo Sarabia frá Sevilla.