Björn Leví: „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:48 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þykir ekki mikið til röksemdarfærslu Sigríðar Á. Andersen koma. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur ekki mikið fyrir rök Sigríðar Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem sakaði Samfylkinguna um að taka afstöðu gegn Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á dögunum gruna að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, vildi ekki taka að sér erfið mál og það væri þess vegna sem hún hefði ekki svarað fyrirspurn Helgu Völu um kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins. Þórdís svaraði fyrirspurn Helgu Völu í síðasta mánuði en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ spurði Helga Vala. Sigríður deildi frétt Fréttablaðsins um ummæli Helgu Völu og var harðorð í garð Samfylkingarinnar. „Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir.“ Hún sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess að Samfylkingin hefði „tekið afstöðu gegn Íslandi“ í Icesave málinu og með umsókn að Evrópusambandinu. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér.Vísir/Vilhelm Björn Leví var langt frá því að vera hrifinn af röksemdarfærslu Sigríðar og sagði: „Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.“ Hann sagði að það væri ekki Ísland sem væri í vörn út af Landsréttarmálinu. Um væri að ræða vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefði „fótum troðið upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins,“ segir Björn Leví. Hann segir Sigríði hafa tekið ákvörðun um skipan dómara út frá sinni persónulegu þekkingu og ætti því ekkert með að draga þjóðernishygju inn í málið. Það sé ömurleg sjálfsvörn að spila málið þannig upp. „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur ekki mikið fyrir rök Sigríðar Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem sakaði Samfylkinguna um að taka afstöðu gegn Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á dögunum gruna að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, vildi ekki taka að sér erfið mál og það væri þess vegna sem hún hefði ekki svarað fyrirspurn Helgu Völu um kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins. Þórdís svaraði fyrirspurn Helgu Völu í síðasta mánuði en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ spurði Helga Vala. Sigríður deildi frétt Fréttablaðsins um ummæli Helgu Völu og var harðorð í garð Samfylkingarinnar. „Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir.“ Hún sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess að Samfylkingin hefði „tekið afstöðu gegn Íslandi“ í Icesave málinu og með umsókn að Evrópusambandinu. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér.Vísir/Vilhelm Björn Leví var langt frá því að vera hrifinn af röksemdarfærslu Sigríðar og sagði: „Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.“ Hann sagði að það væri ekki Ísland sem væri í vörn út af Landsréttarmálinu. Um væri að ræða vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefði „fótum troðið upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins,“ segir Björn Leví. Hann segir Sigríði hafa tekið ákvörðun um skipan dómara út frá sinni persónulegu þekkingu og ætti því ekkert með að draga þjóðernishygju inn í málið. Það sé ömurleg sjálfsvörn að spila málið þannig upp. „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47
Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10
Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55