Mikkeller og Systur einnig lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 10:31 Hverfisgata 12 stendur við horn Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Á miðhæð var Systur að finna og Mikkeller & Friends á efri hæðum. Vísir/Stefán Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00
Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58