Koscielny særði Arsenal goðsögn með uppátæki sínu í gær: „Þú ættir að skammast þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 10:00 Laurent Koscielny klæddi sig úr treyju Arsenal og var í treyju Bordeaux undir. Mynd/Twitter/FC Girondins de Bordeaux Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira