Þetta er ekki fyndið Haukur Örn Birgisson skrifar 6. ágúst 2019 08:15 Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri. Barátta og ofurviðkvæmni ganga samt sjaldnast hönd í hönd. Þótt þú standir í baráttu þá þýðir það ekki að allir séu á móti þér. Samsærið nær sjaldnast svo langt. Skopmynd sem sýndi feitan og krumpaðan karlmann í kvennaklefa sundlaugar vakti um daginn hörð viðbrögð þeirra sem hafa sett baráttu transfólks á oddinn. Með myndinni var gert grín að nýjum lögum um kynrænt sjálfstæði. Formaður transfólks réði sér vart af vandlætingu og kallaði myndina „hræðsluáróður“ og gerði teiknaranum upp alls kyns annarlegar hvatir og þar með þeim lesendum sem brostu yfir myndinni. Það er stutt í að hugtakið „hatursorðræða“ skjóti upp kollinum og löggan verði kölluð til. Róum okkur nú aðeins! Mér fannst teikningin fyndin en ég skil vel að ekki öllum hafi fundist það. Það skiptir bara engu máli. Húmor verður aldrei skilgreindur og það fær enginn að ákveða fyrir aðra hvað telst fyndið. Þá er engum hollt að taka sjálfan sig of hátíðlega því fáir eru staddir á svo alvarlegum stað í lífinu að ekki megi skopast að því. Ég vil transfólki allt hið besta en það, eins og allir aðrir, verður að þola að gert sé grín að því, því mikið væri lífið nú leiðinlegt ef allir brandarar fjölluðu um lögfræðinga og Hafnfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri. Barátta og ofurviðkvæmni ganga samt sjaldnast hönd í hönd. Þótt þú standir í baráttu þá þýðir það ekki að allir séu á móti þér. Samsærið nær sjaldnast svo langt. Skopmynd sem sýndi feitan og krumpaðan karlmann í kvennaklefa sundlaugar vakti um daginn hörð viðbrögð þeirra sem hafa sett baráttu transfólks á oddinn. Með myndinni var gert grín að nýjum lögum um kynrænt sjálfstæði. Formaður transfólks réði sér vart af vandlætingu og kallaði myndina „hræðsluáróður“ og gerði teiknaranum upp alls kyns annarlegar hvatir og þar með þeim lesendum sem brostu yfir myndinni. Það er stutt í að hugtakið „hatursorðræða“ skjóti upp kollinum og löggan verði kölluð til. Róum okkur nú aðeins! Mér fannst teikningin fyndin en ég skil vel að ekki öllum hafi fundist það. Það skiptir bara engu máli. Húmor verður aldrei skilgreindur og það fær enginn að ákveða fyrir aðra hvað telst fyndið. Þá er engum hollt að taka sjálfan sig of hátíðlega því fáir eru staddir á svo alvarlegum stað í lífinu að ekki megi skopast að því. Ég vil transfólki allt hið besta en það, eins og allir aðrir, verður að þola að gert sé grín að því, því mikið væri lífið nú leiðinlegt ef allir brandarar fjölluðu um lögfræðinga og Hafnfirðinga.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar