Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku stelpnanna í tíunda sæti. Annie Mist Þórisdóttir er í tólfta, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtánda og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir rétt slapp í gegnum niðurskurðinn í gær með því að hafna í 20. sæti. Oddrún Eik hafnaði í 39. sæti í gær og hefur því lokið keppni.
Ljóst er að þær þurfa að eiga topp dag til að forðast niðurskurðinn í dag.
Í þættinum ræða þær Birna og Svanhildur við Evert Víglundsson, eiganda CrossFit Reykjavík, sem ræddi slæmt gengi Annie Mist í fyrri grein gærdagsins. Þar þurftu keppendur meðal annars að hlaupa sex kílómetra með þungan bakpoka. Dróst Annie Mist fljótt aftur úr og þurfti að sætta sig við að ganga langan kafla.
Evert sagði Annie hafi í gegnum tíðina átt erfitt með svo langar æfingar en í fyrra kom í ljós að Annie glímir við hjartagalla sem gerir það að verkum að hjartsláttur hennar getur farið upp í 200 slög. Evert sagði að það kæmi fátt annað til greina en að stoppa og jafna sig. Hann sagðist hafa rætt við foreldra Annie og voru sammála um að mögulega hafi hjartagallinn gert vart við sig í gær.