Býður fólki að greiða um 300 krónur fyrir að gægjast inn um gluggann hjá sér Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 13:29 Björgu langaði til að uppfylla gægjuþarfir“ fólks sjá hvort einhver myndi taka þátt í því og kíkja undir gluggatjöldin sem hún hefur fært út fyrir gluggann. Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg. Ísafjarðarbær Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg.
Ísafjarðarbær Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira