Íbúafjöldi Stykkishólms margfaldast á Dönskum dögum.
Danskir dagar fara fram á Stykkishólmi dagana 15. til 18. ágúst. Íbúar vilja með hátíðinni minna á dönsk tengsl bæjarins en fyrr á öldum var verslun í höndum Dana og um skeið voru þar starfandi danskur læknir og lyfsali.
Tunnulestin slær alltaf í gegn.Hjördís Pálsdóttir safnstjóri heldur utan um hátíðina.
„Dagana fyrir hátíðina bjóðum við upp á ýmsa smærri viðburði, svo sem listasmiðju fyrir börn, upplestur á Vatnasafni, tónleika og margt fleira," segir Hjördís.
Kassaklifur.„Opnunarhátíðin hefst svo föstudaginn, 16. ágúst í Hólmgarði, en þar koma fram tónlistarmaðurinn Daði Freyr og hljómsveitin Þrír. Hátíðahöldin verða annars með hefðbundu sniði líkt og undanfarin ár. Við skreytum bæinn með danska fánanum, bjóðum í hverfagrill og brekkusöng, sláum upp markaði og leggjum áherslu á danskar veitingar, æbleskiver og snobrød.
Boðið verður upp á brjóstsykursgerð, tunnulest og ýmislegt fleira. Á laugardagskvöldinu verður svo ekta sveitaball í Reiðhöllinni með Stuðlabandinu.“
Danskar veitingar verða á boðstólnum, meðal annars æbleskiver.Hjördís segir íbúafjöldann í Stykkishólmi jafnan margfaldast á Dönskum dögum og Hólmara stolta af danskri tengingu bæjarins. Stykkishólmur á vinabæ í Danmörku, Kolding, og rækta bæjarfélögin sambandið meðal annars með því að senda grunnskólanemendur í heimsókn á víxl.
„Hér er líka alltaf töluð danska á sunnudögum“ segir hún sposk.