Winston Churchill sjaldan fyrirferðarmeiri Davíð Stefánsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Árni Sigurðsson, formaður Churchill klúbbsins, er að skipuleggja haustferð á slóðir Churchills í Lundúnum. fréttablaðið/valli Þótt liðin séu 55 ár frá því að Winston Churchill safnaðist til feðra sinna hefur hann sjaldan verið jafn fyrirferðarmikill í umræðunni og síðustu misserin. Nýverið hafa sjónvarpsáhorfendur séð hann í túlkun Johns Lithgow í þáttaröðinni Crown á Netflix. Breski stórleikarinn Gary Oldman hreppti Óskarinn fyrir túlkun sína á honum á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Darkest Hour. Og nú síðustu daga hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, verið líkt við hann enda skrifaði Boris bók um hann fyrir hálfum áratug þar sem hann fer ekkert í launkofa með aðdáun sína á forvera sínum. Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleifð. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winstons Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.Starfsævin spannaði 70 ár „Þegar Churchill ber á góma hafa flestir eflaust í huga mynd af lágvöxnum þéttholda eldri manni með feitan vindil á milli fingranna,“ segir Árni en bætir svo við: „Hins vegar vita færri um langa sögu hans og reynslu áður en hann varð forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöld. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi á hestbaki í valdatíð Viktoríu Bretadrottningar og endaði hann sem forsætisráðherra kjarnorkuveldis þegar hann varð svo forsætisráðherra í seinna skiptið við upphaf valdatíðar Elísabetar núverandi drottningar en hún er langalangömmubarn Viktoríu. Hann þjónaði sex breskum þjóðhöfðingjum á starfsævi sem spannaði rúm 70 ár.“ Árni segir að klúbbinn hluta af alþjóðlega Churchill félaginu en það heldur árlega Churchill alþjóðaráðstefnu og gefur út ársfjórðungsritið The Finest Hour. Hlutverk klúbbsins sé að halda fundi þegar tilefni gefst til eða þegar áhugaverða fyrirlesara og erlenda gesti ber að garði og hefur verið farið í fræðsluferðir bæði hér innanlands og erlendis. Nú stendur fyrir dyrum að klúbburinn fari á slóðir Churchills í Lundúnum og nágrenni í haust.Skoðunarferð á slóðir Churchills Ferðin stendur yfir frá föstudeginum 11. október og til mánudagskvöldsins 14. október. Þar er hugmyndin að kynnast betur manninum Churchill og huga að rótum hans, mótun og persónu. Strax komudaginn verður farið í skoðunarferð um breska þinghúsið. Churchill náði fyrst kjöri sem þingmaður árið 1900, þá aðeins 25 ára að aldri, og sat nær sleitulaust sem þingmaður næstu 64 ár eða lengur en nokkur annar á 20. öld. Þar fetaði hann í fótspor föður síns sem setið hafði sem þingmaður og ráðherra sem ein helsta vonarstjarna breskra stjórnmála um skamma hríð áður en hann svo lést langt fyrir aldur fram aðeins 46 ára. Næsta dag, laugardaginn 12. október, verður svo haldið til Blenheim-hallar þar sem Churchill fæddist. Höllin er ættaróðal Marlborough-ættarinnar, þjóðargjöf til fyrsta hertogans Johns Churchill sem var einn fræknasti hershöfðingi Breta og sambærilegur við þá Nelson og Wellington þótt hann sé minna þekktur í dag. Í Blenheim verður snæddur hádegisverður og farið í skoðunarferð um höllina áður en gengið verður í gegnum hallargarðana og að gröf Churchills í þorpinu Bladon, steinsnar frá, þar sem lagður verður blómsveigur.Sigur var ekki alltaf í sjónmáli Sunnudagurinn 13. október verður svo helgaður aðgerðastöð Churchills í Lundúnum. Hún er á sínum upprunalega stað í niðurgröfnum kjallara undir Whitehall-stjórnarbyggingunni sem er eins konar Arnarhvoll þeirra Breta. Þar er nú líka viðamikið safn um Churchill og forystuhlutverk hans í seinni heimsstyrjöldinni. Aðgerðastöðin var tekin í notkun viku fyrir stríðsyfirlýsingu Breta gegn Þjóðverjum 1939 og allt fram að uppgjöf Japana í ágúst 1945.Sveitasetrið sælureitur Churchills Síðasti dagur ferðarinnar verður svo helgaður sælureit Churchills í sveitinni, Chartwell, sveitasetri hans í Kent rétt suðaustan við Lundúnir. Þar þótti honum best að vera enda umkringdur fjölskyldu, náttúru og dýralífi. Þar gat hann slakað á og skrifað til að hafa í sig og á enda hæstlaunaði penni Bretlands á fjórða áratugnum. Hann átti engan ættarauð en bar sig ætíð ríkmannlega og þurfti að fjármagna lífsstíl sinn með linnulausum bóka- og greinaskrifum. Síðan verður haldið heimleiðis til Íslands með kvöldflugi. Allar frekari upplýsingar um ferðina er að finna á Facebook-síðu Churchill klúbbsins. Bretland Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þótt liðin séu 55 ár frá því að Winston Churchill safnaðist til feðra sinna hefur hann sjaldan verið jafn fyrirferðarmikill í umræðunni og síðustu misserin. Nýverið hafa sjónvarpsáhorfendur séð hann í túlkun Johns Lithgow í þáttaröðinni Crown á Netflix. Breski stórleikarinn Gary Oldman hreppti Óskarinn fyrir túlkun sína á honum á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Darkest Hour. Og nú síðustu daga hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, verið líkt við hann enda skrifaði Boris bók um hann fyrir hálfum áratug þar sem hann fer ekkert í launkofa með aðdáun sína á forvera sínum. Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleifð. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winstons Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.Starfsævin spannaði 70 ár „Þegar Churchill ber á góma hafa flestir eflaust í huga mynd af lágvöxnum þéttholda eldri manni með feitan vindil á milli fingranna,“ segir Árni en bætir svo við: „Hins vegar vita færri um langa sögu hans og reynslu áður en hann varð forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöld. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi á hestbaki í valdatíð Viktoríu Bretadrottningar og endaði hann sem forsætisráðherra kjarnorkuveldis þegar hann varð svo forsætisráðherra í seinna skiptið við upphaf valdatíðar Elísabetar núverandi drottningar en hún er langalangömmubarn Viktoríu. Hann þjónaði sex breskum þjóðhöfðingjum á starfsævi sem spannaði rúm 70 ár.“ Árni segir að klúbbinn hluta af alþjóðlega Churchill félaginu en það heldur árlega Churchill alþjóðaráðstefnu og gefur út ársfjórðungsritið The Finest Hour. Hlutverk klúbbsins sé að halda fundi þegar tilefni gefst til eða þegar áhugaverða fyrirlesara og erlenda gesti ber að garði og hefur verið farið í fræðsluferðir bæði hér innanlands og erlendis. Nú stendur fyrir dyrum að klúbburinn fari á slóðir Churchills í Lundúnum og nágrenni í haust.Skoðunarferð á slóðir Churchills Ferðin stendur yfir frá föstudeginum 11. október og til mánudagskvöldsins 14. október. Þar er hugmyndin að kynnast betur manninum Churchill og huga að rótum hans, mótun og persónu. Strax komudaginn verður farið í skoðunarferð um breska þinghúsið. Churchill náði fyrst kjöri sem þingmaður árið 1900, þá aðeins 25 ára að aldri, og sat nær sleitulaust sem þingmaður næstu 64 ár eða lengur en nokkur annar á 20. öld. Þar fetaði hann í fótspor föður síns sem setið hafði sem þingmaður og ráðherra sem ein helsta vonarstjarna breskra stjórnmála um skamma hríð áður en hann svo lést langt fyrir aldur fram aðeins 46 ára. Næsta dag, laugardaginn 12. október, verður svo haldið til Blenheim-hallar þar sem Churchill fæddist. Höllin er ættaróðal Marlborough-ættarinnar, þjóðargjöf til fyrsta hertogans Johns Churchill sem var einn fræknasti hershöfðingi Breta og sambærilegur við þá Nelson og Wellington þótt hann sé minna þekktur í dag. Í Blenheim verður snæddur hádegisverður og farið í skoðunarferð um höllina áður en gengið verður í gegnum hallargarðana og að gröf Churchills í þorpinu Bladon, steinsnar frá, þar sem lagður verður blómsveigur.Sigur var ekki alltaf í sjónmáli Sunnudagurinn 13. október verður svo helgaður aðgerðastöð Churchills í Lundúnum. Hún er á sínum upprunalega stað í niðurgröfnum kjallara undir Whitehall-stjórnarbyggingunni sem er eins konar Arnarhvoll þeirra Breta. Þar er nú líka viðamikið safn um Churchill og forystuhlutverk hans í seinni heimsstyrjöldinni. Aðgerðastöðin var tekin í notkun viku fyrir stríðsyfirlýsingu Breta gegn Þjóðverjum 1939 og allt fram að uppgjöf Japana í ágúst 1945.Sveitasetrið sælureitur Churchills Síðasti dagur ferðarinnar verður svo helgaður sælureit Churchills í sveitinni, Chartwell, sveitasetri hans í Kent rétt suðaustan við Lundúnir. Þar þótti honum best að vera enda umkringdur fjölskyldu, náttúru og dýralífi. Þar gat hann slakað á og skrifað til að hafa í sig og á enda hæstlaunaði penni Bretlands á fjórða áratugnum. Hann átti engan ættarauð en bar sig ætíð ríkmannlega og þurfti að fjármagna lífsstíl sinn með linnulausum bóka- og greinaskrifum. Síðan verður haldið heimleiðis til Íslands með kvöldflugi. Allar frekari upplýsingar um ferðina er að finna á Facebook-síðu Churchill klúbbsins.
Bretland Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira