„Hefði breytt öllu ef við hefðum skorað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 20:18 Sigurbjörn og Ólafur Jóhannesson hafa stýrt Val undanfarin fimm ár. vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikur liðsins gegn Ludogorets í kvöld hefði þróast ef Valsmenn hefðu nýtt þau tækifæri sem þeir fengu í byrjun leiks. Patrick Pedersen og Eiður Aron Sigurbjörnsson fengu úrvals færi sem ekki nýttust áður en Ludogorets komst yfir á 7. mínútu. Búlgörsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik, bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og unnu 4-0 sigur og einvígið, 5-1 samanlagt. „Það hefði breytt öllu ef við hefðum skorað úr öðru hvoru færinu í upphafi leiks. Við fengum líka færi í seinni hálfleik til að minnka muninn í 2-1. Þá hefði kannski komið smá skjálfti í þá. Við fengum fjögur klassafæri í leiknum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi. En kom það honum á óvart hversu mörg góð færi Valur fékk í leiknum? „Við vissum að það væru möguleikar á móti þeim. Við komumst í færin en nýttum þau ekki.“ Þrátt fyrir góð færi var róður Vals þungur, enda andstæðingurinn gríðarlega sterkur. Sóknarleikur Búlgaríumeistaranna var beittur og Valsmenn áttu í miklum vandræðum með kantspil þeirra. „Þetta er hörkulið. Þeir eru með þannig leikmannahóp að þeir geta nánast skipt um lið milli deildar- og Evrópukeppni. Þeir eru með mjög hraða og öfluga leikmenn,“ sagði Sigurbjörn. Hannes Þór Halldórsson fór meiddur af velli í hálfleik og Lasse Petry í seinni hálfleik. Sigurbjörn kvaðst ekki vita nákvæmlega hvernig staðan á þeim væri. „Þetta var hnjask en þeir bera sig báðir ágætlega,“ sagði hann að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikur liðsins gegn Ludogorets í kvöld hefði þróast ef Valsmenn hefðu nýtt þau tækifæri sem þeir fengu í byrjun leiks. Patrick Pedersen og Eiður Aron Sigurbjörnsson fengu úrvals færi sem ekki nýttust áður en Ludogorets komst yfir á 7. mínútu. Búlgörsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik, bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og unnu 4-0 sigur og einvígið, 5-1 samanlagt. „Það hefði breytt öllu ef við hefðum skorað úr öðru hvoru færinu í upphafi leiks. Við fengum líka færi í seinni hálfleik til að minnka muninn í 2-1. Þá hefði kannski komið smá skjálfti í þá. Við fengum fjögur klassafæri í leiknum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi. En kom það honum á óvart hversu mörg góð færi Valur fékk í leiknum? „Við vissum að það væru möguleikar á móti þeim. Við komumst í færin en nýttum þau ekki.“ Þrátt fyrir góð færi var róður Vals þungur, enda andstæðingurinn gríðarlega sterkur. Sóknarleikur Búlgaríumeistaranna var beittur og Valsmenn áttu í miklum vandræðum með kantspil þeirra. „Þetta er hörkulið. Þeir eru með þannig leikmannahóp að þeir geta nánast skipt um lið milli deildar- og Evrópukeppni. Þeir eru með mjög hraða og öfluga leikmenn,“ sagði Sigurbjörn. Hannes Þór Halldórsson fór meiddur af velli í hálfleik og Lasse Petry í seinni hálfleik. Sigurbjörn kvaðst ekki vita nákvæmlega hvernig staðan á þeim væri. „Þetta var hnjask en þeir bera sig báðir ágætlega,“ sagði hann að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30