Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 17:04 Teikning af því hvernig WASP-121b gæti litið út. Ógnarsterkir flóðkraftar toga og teygja reikistjörnuna þannig að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. NASA/ESA/J. Olmsted Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00