„Mjög stoltur og þetta er mikill heiður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 14:08 Arnar gerði ÍBV að þreföldum meisturum á sínu síðasta tímabili með liðið. vísir/andri marinó „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35
Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti