Biden enn miðpunktur athyglinnar á kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Biden er með forskot í skoðanakönnunum og hefur verið með lengi. Öll spjót stóðu því á honum í kappræðunum í gær. AP/Paul Sancya Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira