Bein útsending: Fyrsti keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 14:15 Keppendur Íslands á heimsleikunum í CrossFit 2019. Samsett mynd Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hefst í dag 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Það er mikil spenna fyrir fyrsta daginn því forráðamenn CrossFit samtakanna hafa ekkert gefið upp um fyrstu grein þrátt fyrir að íþróttafólkið sé löngu mætt til Madison og búið að skrá sig til leiks. Þetta verður líka óvenjulegur fyrsti keppnisdagur því aðeins 75 karla og 75 konur komast áfram í gegnum þessa umræddur fyrstu grein. Undanfarin ár hafa aðeins 40 karlar og 40 konur komist á heimsleikana en CrossFit samtökin fóru í mikið útbreiðslustarf í ár og margfölduðu í framhaldinu keppendafjöldann. 148 karlar og 134 konur keppa því í einstaklingskeppnunum í ár. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum því þau detta út leik eftir fyrstu grein. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur.Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni fyrsta dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Útsendingin hefst klukkan 13.55 en textalýsingin er farin af stað.
Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hefst í dag 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Það er mikil spenna fyrir fyrsta daginn því forráðamenn CrossFit samtakanna hafa ekkert gefið upp um fyrstu grein þrátt fyrir að íþróttafólkið sé löngu mætt til Madison og búið að skrá sig til leiks. Þetta verður líka óvenjulegur fyrsti keppnisdagur því aðeins 75 karla og 75 konur komast áfram í gegnum þessa umræddur fyrstu grein. Undanfarin ár hafa aðeins 40 karlar og 40 konur komist á heimsleikana en CrossFit samtökin fóru í mikið útbreiðslustarf í ár og margfölduðu í framhaldinu keppendafjöldann. 148 karlar og 134 konur keppa því í einstaklingskeppnunum í ár. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum því þau detta út leik eftir fyrstu grein. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur.Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni fyrsta dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Útsendingin hefst klukkan 13.55 en textalýsingin er farin af stað.
CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira