Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 23:21 Byrjað var að grafa fórnarlömb sjálfsmorðsárásarinnar strax í dag. Vísir/AP Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk. Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk.
Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38