Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. ágúst 2019 07:00 Líkur eru taldar á að greiðslur Wow air vegna leigu á íbúð Skúla Mogensen í London hafi ekki byggst á viðskiptalegum forsendum. Vísir/Vilhelm Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýsingar og gögn sem kynnt voru fjárfestum í aðdraganda skuldabréfaútboðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna. Þetta kom fram á vel sóttum kröfuhafafundi þrotabúsins. Skiptastjórar greindu frá ýmsum atriðum er varða gjaldþrotaskiptin og kynntu niðurstöður skýrslu Deloitte sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði verið ógjaldfært eigi síðar en um mitt ár 2018 og hugsanlega fyrr. „Skiptastjórar telja vera til staðar vísbendingar um að upplýsingar og gögn um fjárhagsleg málefni félagsins […] sem fjárfestakynning skuldabréfaútboðsins byggði á, hafi verið ófullnægjandi og ekki gefið raunsanna mynd af rekstri og efnahag WOW á þessum tíma,“ segir í skýrslu skiptastjóra.Riftanir vegna útboðsins Skiptastjórar WOW air hafa til skoðunar að rifta alls 20 milljóna dala greiðslum við þrjú fyrirtæki sem sjálf voru þátttakendur í útboðinu, það er að segja Avolon, ALC og Arion banka. Fram kemur í skýrslunni að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. „Þátttaka þessara kröfuhafa fól fremur í sér skuldbreytingu en ekki eiginlega fjárfestingu, með greiðslu nýs fjármagns til félagsins,“ segir í skýrslunni. Skúli Mogensen keypti sjálfur 10 prósent af heildarútgáfunni og svo virðist sem þátttaka Skúla hafi verið að fullu fjármögnuð með lántöku frá Arion banka.Wow air varð gjaldþrota í mars.Vísir/VilhelmGreiddi leigu fyrir íbúð Skúla Skiptastjórarnir hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Samkvæmt skýrslu Deloitte eru líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Eitt af dótturfélögum WOW hafi verið WOW air Ltd á Englandi. Skúli Mogensen var upphaflegur eigandi þess félags en félagið var framselt til WOW í september 2018. Starfsemi félagsins fólst aðallega í leigu á íbúð í London. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017 til úrskurðardags. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd vegna íbúðarinnar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins. Deloitte gerði athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjárfestingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrotabúið hefur lýst yfir riftun á þessari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. Þá hafa skiptastjórar til skoðunar ýmis önnur viðskipti milli WOW air og Títans, þar á meðal háar þóknanir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. 1,1 milljarðs endurheimtur Við gjaldþrot WOW air námu lausar innistæður á óveðsettum bankareikningi félagsins um þremur milljónum króna en eftir innheimtu krafna nemur upphæðin 1,1 milljarði. Um er að ræða kröfur vegna sölu á losunarheimildum, afgreiðslutíma á Gatwick, og tryggingar vegna innkaupa félagsins auk sölu á ýmsum lausafjármunum. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýsingar og gögn sem kynnt voru fjárfestum í aðdraganda skuldabréfaútboðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna. Þetta kom fram á vel sóttum kröfuhafafundi þrotabúsins. Skiptastjórar greindu frá ýmsum atriðum er varða gjaldþrotaskiptin og kynntu niðurstöður skýrslu Deloitte sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði verið ógjaldfært eigi síðar en um mitt ár 2018 og hugsanlega fyrr. „Skiptastjórar telja vera til staðar vísbendingar um að upplýsingar og gögn um fjárhagsleg málefni félagsins […] sem fjárfestakynning skuldabréfaútboðsins byggði á, hafi verið ófullnægjandi og ekki gefið raunsanna mynd af rekstri og efnahag WOW á þessum tíma,“ segir í skýrslu skiptastjóra.Riftanir vegna útboðsins Skiptastjórar WOW air hafa til skoðunar að rifta alls 20 milljóna dala greiðslum við þrjú fyrirtæki sem sjálf voru þátttakendur í útboðinu, það er að segja Avolon, ALC og Arion banka. Fram kemur í skýrslunni að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. „Þátttaka þessara kröfuhafa fól fremur í sér skuldbreytingu en ekki eiginlega fjárfestingu, með greiðslu nýs fjármagns til félagsins,“ segir í skýrslunni. Skúli Mogensen keypti sjálfur 10 prósent af heildarútgáfunni og svo virðist sem þátttaka Skúla hafi verið að fullu fjármögnuð með lántöku frá Arion banka.Wow air varð gjaldþrota í mars.Vísir/VilhelmGreiddi leigu fyrir íbúð Skúla Skiptastjórarnir hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Samkvæmt skýrslu Deloitte eru líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Eitt af dótturfélögum WOW hafi verið WOW air Ltd á Englandi. Skúli Mogensen var upphaflegur eigandi þess félags en félagið var framselt til WOW í september 2018. Starfsemi félagsins fólst aðallega í leigu á íbúð í London. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017 til úrskurðardags. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd vegna íbúðarinnar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins. Deloitte gerði athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjárfestingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrotabúið hefur lýst yfir riftun á þessari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. Þá hafa skiptastjórar til skoðunar ýmis önnur viðskipti milli WOW air og Títans, þar á meðal háar þóknanir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. 1,1 milljarðs endurheimtur Við gjaldþrot WOW air námu lausar innistæður á óveðsettum bankareikningi félagsins um þremur milljónum króna en eftir innheimtu krafna nemur upphæðin 1,1 milljarði. Um er að ræða kröfur vegna sölu á losunarheimildum, afgreiðslutíma á Gatwick, og tryggingar vegna innkaupa félagsins auk sölu á ýmsum lausafjármunum.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30