Vilja afleggja golfkort til forréttindahóps Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 16:15 GSÍ-kortin eru þyrnir í augum margra sem reka golfvelli en handhafar þeirra þurfa aðeins að borga málamyndagjald fyrir það að leika vellina. Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna. Golf Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna.
Golf Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira