Segir ástæðulaust að örvænta Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Jakob Einar Jakobsson hjá veitinganefnd SAF. Fréttablaðið/Eyþór. „Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
„Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03