19 laxa dagur í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Flottur lax úr Hrútafjarðará. Mynd: Hilmar Hansson FB Hrútafjarðará hefur eins og flestar árnar á vestur og norðvesturlandi glímt við gífurlega erfiðar aðstæður í allt sumar vegna vatnsleysis. Áinn hefur suma daga verið næstum því óveiðandi vegna hita og vatnsleysis en það koma þó góðar fréttir inn á milli. Hilmar Hansson, sá frækni veiðimaður og hönnuður NÁM veiðistanganna, var við veiðar þar fyrir tveimur dögum og landaði hópurinn þann 13. ágúst 19 löxum. Af þessum voru 9 stórlaxar í stærðum frá 81-95 sm. Það virðist vera meira af laxi í ánni en veiðitölur bera keim af eins og víða annars staðar og ef rigningarspáin sem er í kortunum um miðja næstu viku rætist gæti komið góður kippur í veiðitölurnar því eins og við segjum og höfum sagt er ekki algert laxleysi þó göngurnar séu vissulega minni en vonir stóðu til, það vantar fyrst og fremst vatn í árnar. Heildarveiðin í Hrútafjarðará var í gær á nýuppfærðum tölum hjá Landssambandi Veiðifélaga komin í 163 laxa svo veiðin hjá Hilmari og félögum þann 13. ágúst er 12% af heildarveiði sumarsins. Svona góðir dagar eru fljótir að laga veiðitölurnar og Hrúta á oft góða endaspretti á haustinn. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði
Hrútafjarðará hefur eins og flestar árnar á vestur og norðvesturlandi glímt við gífurlega erfiðar aðstæður í allt sumar vegna vatnsleysis. Áinn hefur suma daga verið næstum því óveiðandi vegna hita og vatnsleysis en það koma þó góðar fréttir inn á milli. Hilmar Hansson, sá frækni veiðimaður og hönnuður NÁM veiðistanganna, var við veiðar þar fyrir tveimur dögum og landaði hópurinn þann 13. ágúst 19 löxum. Af þessum voru 9 stórlaxar í stærðum frá 81-95 sm. Það virðist vera meira af laxi í ánni en veiðitölur bera keim af eins og víða annars staðar og ef rigningarspáin sem er í kortunum um miðja næstu viku rætist gæti komið góður kippur í veiðitölurnar því eins og við segjum og höfum sagt er ekki algert laxleysi þó göngurnar séu vissulega minni en vonir stóðu til, það vantar fyrst og fremst vatn í árnar. Heildarveiðin í Hrútafjarðará var í gær á nýuppfærðum tölum hjá Landssambandi Veiðifélaga komin í 163 laxa svo veiðin hjá Hilmari og félögum þann 13. ágúst er 12% af heildarveiði sumarsins. Svona góðir dagar eru fljótir að laga veiðitölurnar og Hrúta á oft góða endaspretti á haustinn.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði