Daimler sektað um 140 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 08:00 Mercedes Benz C350e. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent