„Völlurinn er mjög góður eins og er. Þetta lítur mjög vel út og við erum mjög sáttir með útkomuna eftir gærdaginn þegar gólfið fór af,“ sagði Kristinn í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.

„Við vorum að týna upp eyrnalokka, lykla og annað slíkt. En við förum aftur yfir hann oft og mörgum sinnum fyrir bikarúrslitaleikinn,“ sagði Kristinn.
Undirbúningurinn fyrir tónleika Sheerans hófst fyrir ári.
„Þegar kemur að svona stórum viðburði þarf að plana, skipuleggja og gera þetta vel. Og það tókst,“ sagði Kristinn.
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.