

Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist.
Það styttist í endurkomu Laugardalsvallar í íslenska fótboltann og sumardagurinn fyrsti var tímamótadagur fyrir þjóðarleikvanginn.
Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní.
Knattspyrnusamband Ísland hefur staðfest hvar leikir A landsliðs kvenna í fótbolta fara fram í næsta mánuði en Ísland á tvo heimaleiki í Þjóðadeild UEFA í apríl.
Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Auk afgreiðslu tillagna og breytinga á reglugerðum sambandsins voru framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt fyrir þingfulltrúum og gestum.
Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.
Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af.
Borgarstjóri, formaður KSÍ og ráðherra íþróttamála tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasinu á Laugardalsvelli í dag.
Í dag verður fyrsta skóflustungan að nýja grasinu á Laugardalsvelli tekin. Leggja á nýtt blandað gras á völlinn.
Starfsfólk KSÍ og gestir spiluðu síðasta leikinn á gamla grasinu á Laugardalsvelli í dag.
Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins.
Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns.
Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr.
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld.
„Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum.
„Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll.
Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli í Reykjavík lauk á sunnudagskvöld og fór svo á endanum að sölumarkmið framkvæmdastjórann náðist. Hundrað þúsund bækur seldust.
Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025.
Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins.
Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni.
Aðstæðurnar sem landsliðum Íslands í fótbolta, og stuðningsmönnum þeirra, er boðið upp á þegar þau mæta á Laugardalsvöll bar á góma í Sportsíldinni sem sýnd var á gamlársdag á Stöð 2 Sport.
Gert er ráð fyrir því að Knattspyrnusamband Íslands verði rekið með verulegu tapi á árinu 2023. Góður árangur félags- og landsliða veldur þessu, sérstaklega vegna vinnu við að halda Laugardalsvelli leikhæfum í nóvember, en þjálfaraskipti A-landsliðs karla kostuðu einnig sitt.
Barna- og menntamálaráðherra fagnar gagnrýni landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta á hans störf. Hann segir aðstöðumál afreksíþrótta á Íslandi vera til skammar.
Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur.
Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi.
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir það hafa verið virkilegt högg fyrir sig og starfsfólk vallarins í gærkvöldi þegar að þau fengu veður af ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu af vellinum yfir á Kópavogsvöll. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli sem sé í mjög góðu ásigkomulagi.
Íslenska karlalandsliðið er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar.
Húsfylli var á ráðstefnu í Hörpu í vikunni þegar kynnt var til sögunnar ný stefna í afreksíþróttum hérlendis. Afreksstjóri ÍSÍ segir Ísland vera í dauðafæri að bæta árangurinn en ljóst er að ef stefnan gengur eftir mun það kosta sitt.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var meðal annars spurður út í stöðuna á Laugardalsvelli og þá ákvörðun KSÍ að óska eftir því að leika mikilvæga leiki utan landssteinanna í mars á næsta ári.