Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 06:47 Ekki fylgir sögunni hvort nýi staðurinn muni einnig bjóða upp á skelfisk. getty/Yevgen Romanenko Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“ Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31