Sjáðu Simone Biles negla tvö söguleg stökk eins og ofurhetja í teiknimynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Simone Biles var ótrúleg um helgina. Getty/Jamie Squire Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019 Bandaríkin Fimleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira