Lýðræði allra Davíð Stefánsson skrifar 12. ágúst 2019 07:00 Það voru orð að sönnu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmála, þegar hann í grein hér í blaðinu sagði sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Nýrri þingsályktun er ætlað að marka heildarstefnu um sveitarstjórnarstigið. Sigurður Ingi sagði að sameina þurfi sveitarfélög til betri þjónustu. Í bígerð eru umbætur í opinberri stjórnsýslu til að efla sveitarstjórnarstigið sem á að að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og að sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu séu tryggð. Undir áherslu á lýðræði tökum við flest. Lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga er mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir nýlegri tilkynningu frá Hagstofunni um kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar kom fram að kjörsókn þeirra sem höfðu íslenskt ríkisfang hafi verið um 69,7 prósent. Auk Íslendinga eiga kosningarétt norrænir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Sama gildir um aðra erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eigi skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 11.680 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt hér á landi. Þar af voru 989 frá öðrum Norðurlöndum og 10.691 frá öðrum ríkjum. Það er sláandi að sjá að einungis 2.151 erlendur ríkisborgari hafi nýtt kosningaréttinn. Kosningaþátttaka norrænna ríkisborgara var 51,4 prósent og annarra erlendra ríkisborgara 15,3 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart er í þessum hópi helmingi minni kjörsókn hjá aldurshópi 18-29 ára en hjá 40 ára og eldri. Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta. Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn. Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt. Sístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi verður að virkja betur. Virk þátttaka borgara úr öllum hópum samfélagsins óháð uppruna og efnahag ýtir undir frelsi og sjálfstraust, eflir viðhorf og áhrif. Það að hafa sem fæsta afskipta í samfélaginu gerir það sterkara og betra. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 28. maí 2022. Þessir ríflega 1.000 dagar ættu að vera nægur tími fyrir ráðamenn sveitarfélaga til að huga að aðgerðum til aukinnar kosningaþátttöku allra. Koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það voru orð að sönnu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmála, þegar hann í grein hér í blaðinu sagði sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Nýrri þingsályktun er ætlað að marka heildarstefnu um sveitarstjórnarstigið. Sigurður Ingi sagði að sameina þurfi sveitarfélög til betri þjónustu. Í bígerð eru umbætur í opinberri stjórnsýslu til að efla sveitarstjórnarstigið sem á að að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og að sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu séu tryggð. Undir áherslu á lýðræði tökum við flest. Lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga er mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir nýlegri tilkynningu frá Hagstofunni um kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar kom fram að kjörsókn þeirra sem höfðu íslenskt ríkisfang hafi verið um 69,7 prósent. Auk Íslendinga eiga kosningarétt norrænir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Sama gildir um aðra erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eigi skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 11.680 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt hér á landi. Þar af voru 989 frá öðrum Norðurlöndum og 10.691 frá öðrum ríkjum. Það er sláandi að sjá að einungis 2.151 erlendur ríkisborgari hafi nýtt kosningaréttinn. Kosningaþátttaka norrænna ríkisborgara var 51,4 prósent og annarra erlendra ríkisborgara 15,3 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart er í þessum hópi helmingi minni kjörsókn hjá aldurshópi 18-29 ára en hjá 40 ára og eldri. Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta. Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn. Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt. Sístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi verður að virkja betur. Virk þátttaka borgara úr öllum hópum samfélagsins óháð uppruna og efnahag ýtir undir frelsi og sjálfstraust, eflir viðhorf og áhrif. Það að hafa sem fæsta afskipta í samfélaginu gerir það sterkara og betra. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 28. maí 2022. Þessir ríflega 1.000 dagar ættu að vera nægur tími fyrir ráðamenn sveitarfélaga til að huga að aðgerðum til aukinnar kosningaþátttöku allra. Koma svo!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun