Röðin úr sögunni og allt gengið smurt fyrir sig Gígja Hilmarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 21:21 Tónleikagestir áttu öllu greiðari aðgang að tónlistasvæðinu í Laugardalnum í kvöld en í gær. Þessi mynd er tekin á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Gígja Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40