Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 21:46 Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45