Stærsti fellibylur sem ríður yfir Kína í áraraðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 10:33 Fellibylurinn Bolaven sem reið yfir Kína í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/VCG Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni. Kína Taívan Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni.
Kína Taívan Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira