Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:45 Skemmtiferðaskip á siglingu um Feneyjar virðist fyrirferðarmikið á þessum fornfrægu söguslóðum. Nordicphotos/Getty Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Feneyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferðamanna með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórnvöld hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða flóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giudecca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélarbilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmtiferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitterfærslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Feneyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferðamanna með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórnvöld hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða flóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giudecca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélarbilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmtiferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitterfærslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira