Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 23:23 Tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld og bauð Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni SAF, að koma. Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“ Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“
Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08
Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53