Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 23:23 Tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld og bauð Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni SAF, að koma. Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“ Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“
Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08
Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein