Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:11 „Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
„Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54