Leggja áherslu að framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng verði flýtt Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 10:57 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. aðsend Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15