Vegferðin til Englands hefst í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 29. ágúst 2019 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með Íslandi sem leikur sinn fyrsta mótsleik undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ísland hefur leik í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu kvenna í kvöld en liðið fær þá Ungverja í heimsókn. Íslenska liðið hefur farið í lokakeppni EM síðustu þrjú skiptin en liðið er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin sem fylgdu því að komast ekki á lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni í haust. Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni eftir undankeppnina fyrir HM 2019 og mun hann þar af leiðandi stýra liðinu í sínum fyrsta mótsleik í kvöld. Jón Þór hefur ákveðið að fara í ákveðin kynslóðaskipti með liðið en í leikmannahópnum er hinn 16 ára gamli markvörður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Blikarnir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir úr Val. Jón Þór hefur lagt áherslu á það í viðtölum í kringum þá leiki sem hann hefur stýrt að hann vilji bæta liðið í að halda boltanum innan liðsins, við að stýra leikjum og í pressuvörn. Guðbjörg Gunnarsdóttir sem verið hefur fyrsti kostur í marki landsliðsins síðustu ár er ólétt og af þeim sökum mun keflið annaðhvort fara til Söndru Sigurðardóttur eða Sonnýjar Láru Þráinsdóttur í þessari undankeppni. Sandra hefur hafið fleiri leiki undir stjórn Jóns Þórs og því þykir líklegt að hún muni byrja í markinu. Jón Þór sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa í markinu en vildi ekki gefa upp hver það yrði.Ungir leikmenn að gera sig gildandi í hópnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði á sama fundi að hún væri ánægð með hvernig fyrrgreindir leikmenn hefðu komið inn í hópinn. „Þessir ungu leikmenn sem hafa verið að koma inn í hópinn hafa aðlagast því hratt og vel hvernig við vinnum. Þær eru með mikið sjálfstraust og hafa komið af krafti inn í æfingarnar í þessari viku. Það er augljóst að þær hafa mikinn áhuga á að vera áfram hluti af þessu liði,“ segir Sara Björk um þá ungu og efnilegu leikmenn sem Jón Þór valdi í fyrstu leiki undankeppninnar. Búist er við því að Jón Þór muni halda sig við reynsluboltana í varnarlínunni, það er þær Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hins vegar kemur bakvarðarpar Breiðabliks einnig til greina í þessum leik en Ásta Eir Árnadóttir hefur spilað talsvert undir stjórn Jóns Þórs og Áslaug Munda hefur hraða og eiginleika til þess að sækja bakvið varnir andstæðinganna úr bakvarðarstöðunni. Sá eiginleiki Áslaugar Mundu gæti nýst vel gegn liðum eins og Ungverjalandi sem líkleg eru til þess að spila þéttan varnarleik.Mikilvægt að fá Dagnýju aftur til leiks í góðu líkamlegu formi Dagný Brynjarsdóttir er að koma inn í liðið eftir fjarveru frá mótsleikjum síðan árið 2016 en hún kom inn í liðið á Algarve-mótinu í upphafi þessa árs og spilaði svo í báðum leikjunum gegn Finnlandi í vor. Dagný sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að nálgast sitt besta form. Hún hefði fengið mikilvægar mínútur í Algarve og komist almennilega inn í leikstíl Jóns Þórs í leikjunum við Finna. Miðjuþríhyrningurinn Sara Björk, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný sem spilað hafa í áraraðir með íslenska liðinu mun að öllum líkindum vera á miðsvæðinu í kvöld. Verði íslenska liðið í vandræðum með að brjóta á bak aftur vörn ungverska liðsins er gott að vita af reynsluboltanum og markahróknum Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur leikið frábærlega með toppliði Vals í sumar. Fanndís Friðriksdóttir og Agla María Albertsdóttir hafa verið fyrstu tveir kostir í kantstöðuna í gegnum tíðina en frammistaða Hlínar með Val í sumar gæti skilað henni á annan vænginn. Annaðhvort Elín Metta Jensen eða Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru líklegustu kandídatarnir til þess að leiða framlínuna og Elín Metta er líklegri. Þá getur Svava Rós Guðmundsdóttir sem hefur mikinn hraða og kraft leikið í öllum þremur framherjastöðunum. Auk Íslands og Ungverjalands eru Slóvakía, sem verður mótherji íslenska liðsins á mánudaginn kemur, Svíþjóð og Lettland í riðlinum. Níu riðlar eru í undankeppninni en efsta liðið í hverjum riðli kemst í lokakeppnina. Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti komast einnig beint áfram og hin sex liðin sem enda í öðru sæti í riðlunum fara í umspil í október á næsta ári. Ef að líkum lætur mun Ísland berjast við Svía sem unnu bronsverðlaun á HM í sumar um efsta sætið og Ungverjar og Slóvakar freista þess að gera íslenska liðinu skráveifu. Lettland er svo lakasta liðið á pappírnum í riðlinum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu kvenna í kvöld en liðið fær þá Ungverja í heimsókn. Íslenska liðið hefur farið í lokakeppni EM síðustu þrjú skiptin en liðið er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin sem fylgdu því að komast ekki á lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni í haust. Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni eftir undankeppnina fyrir HM 2019 og mun hann þar af leiðandi stýra liðinu í sínum fyrsta mótsleik í kvöld. Jón Þór hefur ákveðið að fara í ákveðin kynslóðaskipti með liðið en í leikmannahópnum er hinn 16 ára gamli markvörður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Blikarnir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir úr Val. Jón Þór hefur lagt áherslu á það í viðtölum í kringum þá leiki sem hann hefur stýrt að hann vilji bæta liðið í að halda boltanum innan liðsins, við að stýra leikjum og í pressuvörn. Guðbjörg Gunnarsdóttir sem verið hefur fyrsti kostur í marki landsliðsins síðustu ár er ólétt og af þeim sökum mun keflið annaðhvort fara til Söndru Sigurðardóttur eða Sonnýjar Láru Þráinsdóttur í þessari undankeppni. Sandra hefur hafið fleiri leiki undir stjórn Jóns Þórs og því þykir líklegt að hún muni byrja í markinu. Jón Þór sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa í markinu en vildi ekki gefa upp hver það yrði.Ungir leikmenn að gera sig gildandi í hópnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði á sama fundi að hún væri ánægð með hvernig fyrrgreindir leikmenn hefðu komið inn í hópinn. „Þessir ungu leikmenn sem hafa verið að koma inn í hópinn hafa aðlagast því hratt og vel hvernig við vinnum. Þær eru með mikið sjálfstraust og hafa komið af krafti inn í æfingarnar í þessari viku. Það er augljóst að þær hafa mikinn áhuga á að vera áfram hluti af þessu liði,“ segir Sara Björk um þá ungu og efnilegu leikmenn sem Jón Þór valdi í fyrstu leiki undankeppninnar. Búist er við því að Jón Þór muni halda sig við reynsluboltana í varnarlínunni, það er þær Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hins vegar kemur bakvarðarpar Breiðabliks einnig til greina í þessum leik en Ásta Eir Árnadóttir hefur spilað talsvert undir stjórn Jóns Þórs og Áslaug Munda hefur hraða og eiginleika til þess að sækja bakvið varnir andstæðinganna úr bakvarðarstöðunni. Sá eiginleiki Áslaugar Mundu gæti nýst vel gegn liðum eins og Ungverjalandi sem líkleg eru til þess að spila þéttan varnarleik.Mikilvægt að fá Dagnýju aftur til leiks í góðu líkamlegu formi Dagný Brynjarsdóttir er að koma inn í liðið eftir fjarveru frá mótsleikjum síðan árið 2016 en hún kom inn í liðið á Algarve-mótinu í upphafi þessa árs og spilaði svo í báðum leikjunum gegn Finnlandi í vor. Dagný sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að nálgast sitt besta form. Hún hefði fengið mikilvægar mínútur í Algarve og komist almennilega inn í leikstíl Jóns Þórs í leikjunum við Finna. Miðjuþríhyrningurinn Sara Björk, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný sem spilað hafa í áraraðir með íslenska liðinu mun að öllum líkindum vera á miðsvæðinu í kvöld. Verði íslenska liðið í vandræðum með að brjóta á bak aftur vörn ungverska liðsins er gott að vita af reynsluboltanum og markahróknum Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur leikið frábærlega með toppliði Vals í sumar. Fanndís Friðriksdóttir og Agla María Albertsdóttir hafa verið fyrstu tveir kostir í kantstöðuna í gegnum tíðina en frammistaða Hlínar með Val í sumar gæti skilað henni á annan vænginn. Annaðhvort Elín Metta Jensen eða Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru líklegustu kandídatarnir til þess að leiða framlínuna og Elín Metta er líklegri. Þá getur Svava Rós Guðmundsdóttir sem hefur mikinn hraða og kraft leikið í öllum þremur framherjastöðunum. Auk Íslands og Ungverjalands eru Slóvakía, sem verður mótherji íslenska liðsins á mánudaginn kemur, Svíþjóð og Lettland í riðlinum. Níu riðlar eru í undankeppninni en efsta liðið í hverjum riðli kemst í lokakeppnina. Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti komast einnig beint áfram og hin sex liðin sem enda í öðru sæti í riðlunum fara í umspil í október á næsta ári. Ef að líkum lætur mun Ísland berjast við Svía sem unnu bronsverðlaun á HM í sumar um efsta sætið og Ungverjar og Slóvakar freista þess að gera íslenska liðinu skráveifu. Lettland er svo lakasta liðið á pappírnum í riðlinum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira