Eiginkona, eins árs sonur og tengdamóðir hafnaboltaleikmannsins Blake Bivens voru myrt í Virginia-fylki í Bandaríkjunum í gær.
Mágur Bivens, Matthew Bernard, var handtekinn og hefur verið kærður fyrir verknaðinn. Hinn 18 ára gamli Bernard fannst nakinn nálægt morðstaðnum.
Bivens, sem er kastari, er á mála hjá MLB-liðinu Tampa Bay Rays og hefur verið að spila fyrir eitt systurfélaga Rays.
Hann átti að spila leik í dag en leiknum hefur eðlilega verið frestað af virðingu við leikmanninn.
