Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 12:46 Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. FBL/Valli Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðari nú í garð ferðamanna og ferðaþjónustu samanborið við síðustu tvö ár. Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. Í svörum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðar hliðar ferðaþjónustu taldar vega þyngra en neikvæðar hliðar hennar. Karlmenn eru heldur jákvæðari en konur. Könnunin var nú gerð í fimmta sinn og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 3. til 28. maí. Tilgangurinn er að fylgjast með þolmörkum íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar taldar endurspegla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins ágætlega. Svarendur að þessu sinni voru alls 2.392. Í könnuninni er spurt út í ýmsa þætti svo sem ónæði, heimagistingu, gestrisni, fjölda ferðamanna í miðborginni og fleira. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að íbúar í miðborg Reykjavíkur verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eru íbúar miðborgarinnar almennt jákvæðir í garð ferðamanna þegar á heildina er litið. Íbúar þessa borgarhverfis eru jafnframt örlítið jákvæðari nú en á síðustu tveimur árum, þó það sé ekki marktækur munur. Meirihluti svarenda telur fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur vera hæfilegan og eru fleiri þeirrar skoðunar nú en á síðustu árum. Sé einungis litið á svör íbúa miðborgarinnar telja rúmlega 70% að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir vetrarmánuðina en tæplega 62% telja hann hæfilegan yfir sumarmánuðina. Rúmlega 36% íbúa miðborgarinnar telja að fjöldinn yfir sumarmánuðina sé of mikill eða allt of mikill en á móti telja á milli 13% og 14% að hann sé of eða allt of lítill yfir vetrarmánuðina. Meirihluti svarenda, eða tæplega 58%, telur að verslun á höfuðborgarsvæðinu hafi eflst með auknum fjölda ferðamanna en færri eru þó þeirrar skoðunar nú en áður. Á milli 64% og 65% telja að framboð afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna og rétt yfir 40% telja að lífsgæði í sínu nærumhverfi hafi batnað nokkuð eða mikið með auknum fjölda ferðamanna. Rúmlega 53% telja íbúa á höfuðborgarsvæðinu mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum en tæplega 8% telja að íbúar séu fremur eða mjög ógestrisnir. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðari nú í garð ferðamanna og ferðaþjónustu samanborið við síðustu tvö ár. Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. Í svörum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðar hliðar ferðaþjónustu taldar vega þyngra en neikvæðar hliðar hennar. Karlmenn eru heldur jákvæðari en konur. Könnunin var nú gerð í fimmta sinn og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 3. til 28. maí. Tilgangurinn er að fylgjast með þolmörkum íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar taldar endurspegla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins ágætlega. Svarendur að þessu sinni voru alls 2.392. Í könnuninni er spurt út í ýmsa þætti svo sem ónæði, heimagistingu, gestrisni, fjölda ferðamanna í miðborginni og fleira. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að íbúar í miðborg Reykjavíkur verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eru íbúar miðborgarinnar almennt jákvæðir í garð ferðamanna þegar á heildina er litið. Íbúar þessa borgarhverfis eru jafnframt örlítið jákvæðari nú en á síðustu tveimur árum, þó það sé ekki marktækur munur. Meirihluti svarenda telur fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur vera hæfilegan og eru fleiri þeirrar skoðunar nú en á síðustu árum. Sé einungis litið á svör íbúa miðborgarinnar telja rúmlega 70% að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir vetrarmánuðina en tæplega 62% telja hann hæfilegan yfir sumarmánuðina. Rúmlega 36% íbúa miðborgarinnar telja að fjöldinn yfir sumarmánuðina sé of mikill eða allt of mikill en á móti telja á milli 13% og 14% að hann sé of eða allt of lítill yfir vetrarmánuðina. Meirihluti svarenda, eða tæplega 58%, telur að verslun á höfuðborgarsvæðinu hafi eflst með auknum fjölda ferðamanna en færri eru þó þeirrar skoðunar nú en áður. Á milli 64% og 65% telja að framboð afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna og rétt yfir 40% telja að lífsgæði í sínu nærumhverfi hafi batnað nokkuð eða mikið með auknum fjölda ferðamanna. Rúmlega 53% telja íbúa á höfuðborgarsvæðinu mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum en tæplega 8% telja að íbúar séu fremur eða mjög ógestrisnir.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira