Heimsmeistari féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 10:30 Maryna Arzamasava eftir úrslitahlaupið á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Ian Walton Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton
Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira