Heimilin sækja frekar í breytilega vexti Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Mikill meirihluti nýrra óverðtryggðra útlána banka er nú á breytilegum vöxtum. Vísir/Vilhelm Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent