Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2019 20:57 Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51