Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2019 20:57 Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51