Í nýjasta þættinum af Rikki fer til Ameríku fara þeir Auddi og Rikki á veitingastað fyrir hádegi í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna.
Portland er ein sex borga sem Rikki sækir heim en um er að ræða fyrstu ferð hans til Bandaríkjanna.
Á fyrrnefndum veitingastað er Rikki mættur í dragbröns þar sem dragdrottningar leika listir sínar og taka „hvítu strákarnir“ Auddi og Rikki, eins og dragdrottningin kemst að orði, virkan þátt í skemmtuninni.
Innslagið má sjá að ofan.
Auddi og Rikki týndu upp seðlana fyrir dragdrottninguna
Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið frá ferð Rikka um Ameríku
Þann 11. ágúst næstkomandi verða þættirnir Rikki fer til Ameríku frumsýndir á Stöð 2.

Rikki harðneitaði að fara í róluna
Ferðalag Rikka um Ameríku hefst formlega á skjáum landsmanna næsta sunnudag þegar fyrsti þáttur þáttaraðarinnar Rikki fer til Ameríku verður frumsýndur á Stöð 2.

Þættirnir innblásnir af Anthony Bourdain
Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum.