Tama City verður „heimavöllur“ Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 16:30 Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans.Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan er með þeim á myndinni. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“ Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira