Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2019 20:56 Stálbogabrúin er 78 metra löng. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22