Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 20:15 Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira