Ekki er víst hvort söguþráður myndarinnar verði öðruvísi en söguþráður hinnar upprunalegu. Stiklan er hins vegar mjög hrífandi og geta Disney aðdáendur séð myndina á nýrri streymisveitu Disney, Disney+, í nóvember á þessu ári.
Meðal leikara eru Tessa Thompson, sem fer með hlutverk Freyju, Justin Theroux, sem fer með hlutverk Spora, Sam Elliot og Ashley Jensen. Tónlistarkonan Janelle Monáe mun einnig fara með aukahlutverk í myndinni auk þess að endurgera titillag myndarinnar „He´s a Tramp,“ sem þýðist á íslensku sem „Hann er umrenningur.“
Stiklan stórskemmtilega er hér að neðan.