Hugleikur grínast með að þurfa að samþykkja kærasta sinnar fyrrverandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 16:12 Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru Dúnu hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. FBL/Ernir Eyjólfsson „Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira
„Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira
Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00