Ekki rétt gefið í miðbæ Reykjavíkur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Þórir hefur langa reynslu af veitingarekstri og rak um skeið veitingastað í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira