Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 21:44 Hér má sjá umfang hrunsins Facebook/Lögreglan Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22