Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 21:44 Hér má sjá umfang hrunsins Facebook/Lögreglan Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22